Meðgöngubras Skellunnar

Það nýjasta í meðgöngubrasi Skellunnar er að nú greindust gallsýrur í blóði sem er allt annað en gott.  Var með svo mikin kláða á iljum og lófum og var þá sett í einhver test og niðurstaðan úr þeim var semsagt þessi.  Á að fara í aðra blóðprufu á þriðjudaginn og svo til læknis þann sama dag þar sem á að skoða þetta allt saman.  Þetta er víst einhver lifrasjúkdómur sem konur geta fengið á meðgöngu en lagast um leið og barnið er fætt.  Mér skilst að konur séu yfirleitt látnar fæða á 37. Viku meðgöngu því lengri meðganga getur verið hættulegt fyrir barnið.  Ekki skemmtilegar fréttir en svo sem ekkert hægt að gera nema bíða og sjá fram á þriðjudag.  Mér skilst að maður þurfi mikið eftirlit og fari í blóðprufur 2x í viku til að fylgjast með þessu ógeði.  Var að reikna út að ef meðgangan verður bara 37. Vikur þá ætti krílið að koma í heiminn 3.mai eða mitt á milli afmælisdaga hinna barnanna á bænum.  Ágætt að ljúka þessu afmælisstússi svona af á einni viku í framtíðinni já skipulag Skellunnar klikkar ekki frekar en fyrri daginn.  Skellan verður samt að viðurkenna að hún ætlaði sér ekki að eiga þriðja barnið í nautsmerkinu enda nóg að búa með þremur þrjóskupúkum eins og staðan er í dag en miða við stöðuna í dag virðist ekkert annað vera í stöðunni þannig að þrjóskupúkarnir verða því líklega fjórir.  Bið að heilsa í bili sendi knús á línuna

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff, pjúff kæra skella, það á ekki af þér að ganga. Svo það er kannski bara réttur mánuður í 4.nautið, en já færð plús fyrir að raða öllum börnunum á eina viku, ekki amalegt það :) Vona nú að þér líði sem best miðað við þetta allt saman og sendi knús og kossa. Farðu bara vel með þig kæra skella:) Sjáumst vonandi sem fyrst.

Rakel Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 03:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

skellan

Höfundur

Hanna Fríða
Hanna Fríða
Frú Skella er 36 ára gift þriggja barna móðir í borg óttans.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband