í fréttum er þetta helst

Gleðilegan 1.apríl kæru vinir vonandi hafið þið náð að plata einhvern uppúr skónum en vonandi ekki eins illa og Ingunni vinkona mín gerði forðum daga.  Er en ansi ferskt í minningunni þegar Veiga hljóp heim úr vinnunni þegar kvikindið dóttir hennar hafði hringt grenjandi og sagðist vera búin að kveikja í Stekkholti 30.  Er viss um að Veiga er en að jafna sig á þessum ósköpum.  En annars hef ég ekkert verið að plata í dag enda annáluð fyrir að vera sannsögul í meira lagi.

Nýjustu fréttir af meðgöngubrasi Skellunar er að mín náði að rófubeinsbrjóta  sig um síðustu helgi. Þurfti aðeins að laga uppstillinguna uppá einum fataskáp heimilisins sem endaði með því að Frú skella hrundi niður og lenti á stólnum sem hún stóð á.  Já geri aðrir betur.Það er semsagt ansi erfið staða á minni núna þar sem að það að sitja er bara vont og það að snúa sér á nóttinni er bara bara mjög vont.  Kannski ekki kjörstaða þegar komið er svona nálægt fæðingu en það hlýtur að reddast.  Skellan situr bara á þessum líka fína bleika barbie sundkút sem hjálpar aðeins til. 

Í sambandi við gallsýrurnar í blóðinu fór Frú Skella með sinn líka auma rass í blóðprufu í morgun og beið í rúmlega klukkutíma eftir að fá tekið úr sér blóð.  Ekki beint skemmtilegt svona þegar maður getur ekki setið (hefði kannski átt að mæta með helv... kútinn).  Fór svo til læknis og fékk einhver lyf sem eiga að halda þessum gallsýrum niðri.  Vonandi verður það bara í lagi.  Á svo að hitta fæðingalækni 8.april sem fara á en og aftur yfir stöðu mála.   Hef á tilfinningunni að ég verði færð uppá spítala í mæðraeftirlit en það er ekkert verra.

Ein góð frænka mín sagði mér um daginn að ég væri óheppnasta ólétta kona sem hún hefur þekkir sem er áræðinlega bara nokkuð rétt hjá henni.  Kannski vinn ég bara tiltilinn „óheppnasta ólétta konan“ fyrst að ég vann ekki titilinn um getnaðarlegasta göngulag starfsmanna Reykjavikurborgar þarna um daginn.

 Ætla að segja þetta fint hafiði það best í heimi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gott fyrir ólétta konu að vera að klifra og svo á nú húsbóndinn bara að sjá um þessar tiltektir hjá þér.

Ég verð nú að viðurkenna að ég hef aldrei séð eftir neinu jafn miklu og þessu apríl gabbi mínu og eftir þetta hef ég alveg látið það eiga sig að gabba fólk. Ekki síst út af því að þetta tiltekna kvöld var saumaklúbbur hjá samstarfskonu mömmu og sagan komin út um allt þorp og ég álitin mjög skrítið og óþekkt barn.... sem ég var að sjálfsögðu ekki....

KV. Ingunn

Ingunn (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 19:08

2 identicon

Hanna mín Fríða! Ég skal taka að mér að útbúa borða með áletruninni: Óheppnasta ólétta konan :) Þú ert vel að titlinum komin svo ekki sé meira sagt, það er greinilega engin lognmolla í kringum þig þessa dagana. Þú munt allavega hafa ýmsar sögur handa barninu þegar þar að kemur. Kannski gætir þú skrifað bók sem héti: Möguleg óhöpp á meðgöngu!! Gætir hjálpað fullt af konum :) Hafðu það nú sem best, ekki príla uppá stóla, og bara kannski hreyfa þig sem minnst, enda engin ástæða til þegar maður á bleikan kút til að sitja á:)

Rakel Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 00:34

3 Smámynd: Janus

Hahaha...ég veit það er ekki fallegt af mér að hlægja af óförum þínum en ég get ekki gert af því, ég er alveg í kasti yfir þessum ósköpum :)

Ég styð þessa hugmynd af verðlaunaafhendingu.....þú ert alveg ótrúlega óheppin ólétt kona. Þar fyrir utan alveg ótrúlega heppin að eiga mann, hús, tvö börn og eitt á leiðinni og svo auðvitað fyrir að vera frænka mín.

kv. Jana frænka, sem hér þekkist sem Janus :)

Janus, 5.4.2008 kl. 15:01

4 identicon

Sælar.

Já óheppin ertu kona.  Þetta er eins og ég sem fór til útlanda á skíði og sleit krossband á hné á fyrsta degi og er á leið í aðgerð.  Ég ætti nú bara að skella mér í heimsókn til þín þegar ég er búin í aðgerðinni þar sem ég á bara eftir að kenna þessa viku og svo er ég komin í veikindaleyfi úr skólaárið og verð örugglega orðin snar að komast ekkert út úr húsinu.  Synir mínir halda þó að ég verði þessi frábæra húsmóðir og hafi alltaf nýtt bakkelsi tilbúið þegar þeir koma heim úr skólanum þessar elskur eru aðeins að misskilja þetta veikindaleyfi húsmóðurinnar á bænum.

Hafðu það gott á seinustu metrunum og hver veit nema að ég kíkji við fljótlega.

Kveðja úr Kópó

Krissa

Krissa (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

skellan

Höfundur

Hanna Fríða
Hanna Fríða
Frú Skella er 36 ára gift þriggja barna móðir í borg óttans.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband