Eitt sitjandi barn

Skellan heilsar í sól og blíðu í borg óttans ekki kannski í fantaformi en í formi þó.  Ykkur að segja þá hefur bara allt gengið þokkalega vel undanfarið í meðgöngubrasinu nema að rófan er en að stríða.  Varð frekar sár(fór samt ekki að gráta) þegar ég las um það á netinu að rófubeinið þjónaði engum tilgangi í mannslíkamanum.  Merkilegt hvað þetta tilgangslausa bein getur böggað mann mikið.  Nú eru líðnar tvær vikur síðan að ég meiddi mig og ég er en að drepast í þessum fjanda. 

Keyri á Selfoss á laugardaginn ,þó að ég vissi að það væri kannski ekki besta hugmynd í heimi, sem var til þess að gærdagurinn var ónýtur og minns gat ekkert setið.  Það er annars merkilegt hvað maður situr mikið á hverjum degi maður eiginlega fattar það ekki fyrr en maður getur það ekki. 

En að öðru sónarinn gekk bara vel á föstudaginn.  Krílið er 14% yfir meðalstærð og er orðið 10 merkur.  Það er en sitjandi sem skýrir spörkin niður í grindina.  Verð að viðurkenna að ég var alveg að fara að spyrja hvort kynið þetta væri en náði að stjórna mér.  En váááá hvað ég var forvitin. 

Nú svo mældist mín með næganlegt mótefni við fimmtu veikinni þannig að ég tek að mér að annast þá sem verða svo óheppnir að fá hana.

Hef soldið verið spurð að þvi að undanförnu hvort að ég sé viss um að ég gangi bara með eitt barn.  Kannski ekki spurning sem maður er spenntur fyrir að heyra en samt ekkert endilega verri en margar smekklausar athugasemdir sem hafa komið úr ákveðinni átt síðustu 16 árin.  Ætla því að fullvissa þá sem lesa þetta blogg að ég hef það staðfest að barnið er eitt.  Einnig er það á hreinu eins spákonan sagði um árið að annaðhvort er um að ræða litla stelpu eða lítin strák hversu gáfulegt sem það nú er.

Skellan kveður að sinni og biður ykkur að passa á ykkur rófuna því að þó hún sé óþörf þá getur hún verið til töluverðra vandræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Dóra

haha já ég vona að litla krílið sé annað hvort strákur eða stelpa  

Inga Dóra, 14.4.2008 kl. 16:49

2 identicon

Hæ hæ.

Þetta er flott, krílið á fullu að stækka svo það komist sem fyrst í heiminn:o)

En það er nú gott að föst skot og miður flott komment komi á fólk með breitt bak.

Enn og aftur kella mín farðu vel með þig, ertu ekki hætt að brasa???

Bestu kveðjur, SHr.

Sigrún (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

skellan

Höfundur

Hanna Fríða
Hanna Fríða
Frú Skella er 36 ára gift þriggja barna móðir í borg óttans.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband