Meðgöngubras

Jæja þá ætti fæðing krílisins að fara að bresta á.  Í fyrramálið klukkan 9 á að meta stöðuna í eitt skipti fyrir öll.  Náði loks í lækninn minn í gær og við fórum yfir stöðuna.  Hún er á því blessunin að setja fæðinguna af stað og lofaði að eftir 4-5 daga yrði krílið komið í heiminn.  Nenni nú ekki að fara út í allt þetta stúss eins og belgrof, gangsetningu, keisaraskurð og svo framvegins enda kemur það allt í ljós í fyrramálið.

Þessi meðganga hefur annars verið skrautleg eins og allir vita sem fylgst hafa með.  Eflaust þykir einhverjum um aumingjaskap að ræða og ef svo er þá verða þessir einhverjir að eiga það við sig og gaman væri að þeir geymdu það bara líka hjá sér.   Byrjunin eins og í bæði hin skiptin snérist nær eingöngu um það val hvort Skellan vildi kasta upp í klósettið, græna vaskafatið nú eða gráu skúringafötuna.  Ófáar ferðir í mæðraeftirlit og í framhaldinu heimsóknir á lansann til að fá næringu því öll næringin sem frú Skella setti ofaní sig endaðieins og áður sagði í fötunni góðu, klósettinu nú eða vaskafatinu græna.  Nálastungur, höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun nú og allskyns lyf höfðu nánast ekkert að segja.

Nú næsta vandamál var blóðþrýstinginn sem er búin að vera í sögulegu hámarki allan tíman nema þegar hann tekur uppá því að vera í sögulegu lámarki.  Endalausar lyfjabreytingar til að reyna að ná tökum á þrýstingnum hafa misjafnan árangur borðið enda Skellulíkaminn flókið fyrirbæri þegar kemur að þrýsting.

Mjaðmirnar hafa verið að pína frú Skellu en upp tóku sig gömul meiðsl sem Skellan varð fyrir þegar hún gekk á tunglið fyrir nokkrum árum.  Við tóku sjúkraþjálfunartímar sem hjálpuðu aðeins og löguðu svo sem ekki neitt.  Þannig að frú Skella hefur þurft að sætta sig við að hafa göngulag Stokkandar í þónokkurn tíma.  Og seinni hluta meðgöngunar getur hún nánast ekkert hreyft sig seinnipart dags sem hefur stundum valdið truflun á heimilishaldi gerðisins háa. 

Þá er það kláðinn sem fór að plaga frú Skellu en bara í lófum og á handaböku, iljum og ristum.  Klægjuköstin urðu til þess að eiginmanninum á bænum var einu sinni svo nóg boðið að hann bað frú Skellu fyrir alla muni að hætta þessu klóri og fara bara í sokka.  Spurning um hvort eiginmaðurinn hafi ekki verið í röngu námi og hafi átt að velja einhverskonar lækningar í staðin fyrir Viðskiptafræði.  En til að gera langa sögu að örsögu þá lagðaist kláðinn ekki við að fara í sokka.  Eftir blóðprufur kom svo í ljós að um Gallstasa var að ræða en þá mælast gallsýrur í blóðinu sem er víst ekki gott.  Frú Skellu var því skellt á tvennskonar lyf og blóðprufur teknar á tveggja vikna fresti til að athuga hvort að gallsýrurnar væru ekki skikkanlega lágar.  Kláðaköstin minnkuðu sem betur fer en skjóta samt en upp kollinum.  Vegna þessa kvilla var frú Skellu líka sagt að hún mætti ekki ganga með allan meðgöngutíman.

Eftir miklar breytingar á heimili Skellunnar um páskana þar sem henni datt í hug að skynsamlegt væri að breyta herbergisskipan í gerðinu háa þurfti frúin aðeins að laga til ofaná einum skáp.   Í bleiku loðnu rúmatalagersinniskónum steig frúin uppá stól og tók til við lagfæringarnar.  En einhvern veginn gekk það ekki betur en svo að þegar hún ætlaði að fara niður af stólnum lenti hún eftir höfuðstökk og tvöfalda skrúfu með rassinn sinn góða ofaná stólbakinu sem varð til þess að rófubeinið brotnaði.  Það er alveg ótrúlegt hvað frúin er búin að líða fyrir þetta rófubeinsbrot síðan og í heilan mánuð var gjörsamlega ómögulegt að sitja hvað þá að standa upp.  Þrátt fyrir bleikan barbie kút og sérhannaða sessu viðurkennir Skellan að hún er en að drepast í rassinum.

Síðustu vikurnar hefur frú Skella verið í fullu starfi í mæðraskoðunum og blóðprufum sem hafa verið 3-4 sinnum í viku og þar hefur hún fengið að hitta marga og misjafna heilbrigðisstarfsmenn sem hafa jú flestir staðið sig með sóma.

Þessi pistill lýsir í stórum dráttum brasi frú Skellu á þessari meðgöngu.  Skellan heldur þó að sumum finnist það kannski ótrúlegt að eftir þetta kríli láti hún barneignum lokið.

Skellan kveður að sinni og lætur heyra í sér með skemmtilegar fréttir fljótlega en þangað til skuluð þið hafa það gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinnhildur

Þetta er nú bara ótrúlegasta meðganga sem ég hef frétt af! Vona að þessu fari nú að ljúka hjá þér og þú fáir krílið í fangið strax á morgun

Tinnhildur, 8.5.2008 kl. 16:59

2 Smámynd: Inga Dóra

Gangi þér rosalega vel á morgun ég mun hugsa til þín

Inga Dóra, 8.5.2008 kl. 20:54

3 identicon

Þú ert auðvitað ekkert annað en snillingur elsku Hanna mín, en þetta er svakalegt bras En ég er rosalega spennt, bíð í ofvæni.  Vona nú að allt gangi vel á morgun og að krílið komi í heiminn sem fyrst.

Rakel Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 20:14

4 identicon

Já þetta þjóðfélag okkar er víst yfirfullt af fólki sem er ávalt með nasir í annars manns rassi, en svona er lífið. Kannski að við ættum bara að skella okkur í aðra  einhvern daginn og þá kannski ekki á tunglið. Hugsa til þín í fyrramálið.

Knús í hús, Sigrún hinn snillingurinn í fjölskyldunni hehe.....

Sigrún Hreiðarsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

skellan

Höfundur

Hanna Fríða
Hanna Fríða
Frú Skella er 36 ára gift þriggja barna móðir í borg óttans.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband