Hér er ég

Ekki er nú hægt að segja að Skellan sé á verðlaunapalli þegar kemur að bloggskrifum en er nú ekkert að örvænta  og tekur bara ungmennafélagsandann á þetta  ( semsagt er ekki spurning um að vinna heldur að vera með).  Lífið er annars ljúft í borginni engir jarðskjalftar nýlega og engin ísbjörn hefur borist á land svo vitað sé þannig að allir eru bara pollrólegir. Að vísu hafa nokkrir geitungar komið í  heimsókn í Skelluhelli semer ekki vinsælt þar sem frú Skella er jafn hrædd við þá eins og með bróðir sinum i bíl og það er sko hræðsla í lagi.  

 Húsbóndinn á heimilinu er komin í vinnu á meðan hinir fjölskyldumeðlimirnir fjórir njóta lífsins í blíðveðrinu og hafa það rúmlega gott.  Nýjasti prinsinn springur út og er auðvitað bara flottastur.  Hann hefur en ekki fengið nafn en það fer að líða að þvi það á bara eftir að finna góðan dag fyrir skírnina.  Miðsnillingurinn er búin að ákveða að skíra þann minnsta Dúsk en hefur ykkur að segja ekki fengið það samþykkt hjá hinum fjölskyldumeðlimunum allavega en sem komið er.  

Nú þegar líða fer að Verslunnarmannahelginni er ekki laust við að frú Skella öfundi þá sem eru á leið til eyja enda býr hún yfir óteljandi skemmtilegum minningum frá þeirri hátíð sem  hún er í engu formi til að endurtaka í dag enda orðins svo „þroskuð“.  Sá eini sem olli Frú skellu vandræðum í þessum þjóðhátíðarferðum var ruggudallurinn hann Herjólfur sem fór svo illa í frú Skellu að hún var farin að kasta upp áður en kaðallinn var leystur.  Það er ekki hægt að segja að allir ferðafélagar Skellunnar hafi verið jafn lasnir í þessum ferðum  og sumir áttu það meira að segja  til að borða rækjusamlokur með áherslu á ur  á meðal Frú Skella ældi rúmlega báðum eyrunum.  En eftir nokkrar ferðir með Herjólfi karlinum  ákvað frú skella að hún væri búin að fá nóg af hans félagsskap og skellti sér með flugi á nokkrar hátíðir í smá rellu.  Það var ekki laust við að smá hræðsla gerði vart við sig í þeim ferðum en Stekkholtssystur leystu það vel og brugðu  bara á það ráð að vera nógu drukknar þegar lagt var í hann og flughræðslan háði þeim þá ekkert að ráði.  Á fyrstu hátíð frú Skellu dvaldi hún á tjaldsvæði nu í dal Herjólfs og það gerði hún bara í þetta eina skipti.  Kannski spilaði eitthvað inní að súlurnar gleymdust heima svo og hælarnir nú og kannski spiluðu rigningin og rokið líka einhverja rullu.  En fyrir utan þetta eina skipti ákvað frú Skella að vera flott á því og dvaldi á Hótel Þórshamri á herbergi 108 sem var auðvitað bara brilljant.  Skellan ætlar að láta staðar numið  og fer ekki út í fleiri Þjóðhátíðarminningar í bili enda eru þær sumar ekki  til frásagnar.  Skellan óskar þeim sem eru á leið til eyja góðrar ferðar og en betri skemmtunnar .  Skellan biður  að heilsa bæði  Árna Jonsen og Lilla í Brúðubílnum enda báðir tveir ómissandi þegar kemur að Þjóðhátíð.

Hafiði það lang best þar til næst   


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Heiða Heimisdóttir

hæhæ skvísa og "dúskur"

 hvað er þetta, ekki til í fl eyja ferðir. þær voru nú efni í bók sumar þeirra. mannsal, afmæli, rúllandi fólk og einkafulgmenn og læti.

Inga

Inga Heiða Heimisdóttir, 31.7.2008 kl. 20:06

2 identicon

Sæl og woooowwwww, núna fékk ég kvíðakast.  Hélt í minni einföldustu einfeldni að þú ætlaðir að fara út full nákvæmar lýsingar  á sumum þjóðhátíðarferðunum.  Ég er þér afar þakklát, fyrir að sleppa því. Og fæ þér seint fullþakkað.

 kveðja

Anna

Anna frænka (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 00:33

3 identicon

ha ha ha nei nei mín kæra sumt geymir maður bara hjá sér hvort sem það eru óþægilegar þjóðhátíðaminningar já eða vandræðalegar brúðkaupsveislur

Fríða (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

skellan

Höfundur

Hanna Fríða
Hanna Fríða
Frú Skella er 36 ára gift þriggja barna móðir í borg óttans.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband