Hér er ég

Ekki er nú hægt að segja að Skellan sé á verðlaunapalli þegar kemur að bloggskrifum en er nú ekkert að örvænta  og tekur bara ungmennafélagsandann á þetta  ( semsagt er ekki spurning um að vinna heldur að vera með).  Lífið er annars ljúft í borginni engir jarðskjalftar nýlega og engin ísbjörn hefur borist á land svo vitað sé þannig að allir eru bara pollrólegir. Að vísu hafa nokkrir geitungar komið í  heimsókn í Skelluhelli semer ekki vinsælt þar sem frú Skella er jafn hrædd við þá eins og með bróðir sinum i bíl og það er sko hræðsla í lagi.  

 Húsbóndinn á heimilinu er komin í vinnu á meðan hinir fjölskyldumeðlimirnir fjórir njóta lífsins í blíðveðrinu og hafa það rúmlega gott.  Nýjasti prinsinn springur út og er auðvitað bara flottastur.  Hann hefur en ekki fengið nafn en það fer að líða að þvi það á bara eftir að finna góðan dag fyrir skírnina.  Miðsnillingurinn er búin að ákveða að skíra þann minnsta Dúsk en hefur ykkur að segja ekki fengið það samþykkt hjá hinum fjölskyldumeðlimunum allavega en sem komið er.  

Nú þegar líða fer að Verslunnarmannahelginni er ekki laust við að frú Skella öfundi þá sem eru á leið til eyja enda býr hún yfir óteljandi skemmtilegum minningum frá þeirri hátíð sem  hún er í engu formi til að endurtaka í dag enda orðins svo „þroskuð“.  Sá eini sem olli Frú skellu vandræðum í þessum þjóðhátíðarferðum var ruggudallurinn hann Herjólfur sem fór svo illa í frú Skellu að hún var farin að kasta upp áður en kaðallinn var leystur.  Það er ekki hægt að segja að allir ferðafélagar Skellunnar hafi verið jafn lasnir í þessum ferðum  og sumir áttu það meira að segja  til að borða rækjusamlokur með áherslu á ur  á meðal Frú Skella ældi rúmlega báðum eyrunum.  En eftir nokkrar ferðir með Herjólfi karlinum  ákvað frú skella að hún væri búin að fá nóg af hans félagsskap og skellti sér með flugi á nokkrar hátíðir í smá rellu.  Það var ekki laust við að smá hræðsla gerði vart við sig í þeim ferðum en Stekkholtssystur leystu það vel og brugðu  bara á það ráð að vera nógu drukknar þegar lagt var í hann og flughræðslan háði þeim þá ekkert að ráði.  Á fyrstu hátíð frú Skellu dvaldi hún á tjaldsvæði nu í dal Herjólfs og það gerði hún bara í þetta eina skipti.  Kannski spilaði eitthvað inní að súlurnar gleymdust heima svo og hælarnir nú og kannski spiluðu rigningin og rokið líka einhverja rullu.  En fyrir utan þetta eina skipti ákvað frú Skella að vera flott á því og dvaldi á Hótel Þórshamri á herbergi 108 sem var auðvitað bara brilljant.  Skellan ætlar að láta staðar numið  og fer ekki út í fleiri Þjóðhátíðarminningar í bili enda eru þær sumar ekki  til frásagnar.  Skellan óskar þeim sem eru á leið til eyja góðrar ferðar og en betri skemmtunnar .  Skellan biður  að heilsa bæði  Árna Jonsen og Lilla í Brúðubílnum enda báðir tveir ómissandi þegar kemur að Þjóðhátíð.

Hafiði það lang best þar til næst   


Sorgardagur í gerðinu Háa

Jæja þá er Gígja hætt að vinna á Furuborg.  Vá hvað Skellan er svekkt að sjá á eftir frábærum leikskólakennara sem er búin að vera draumur að fá að fylgjast með síðasta árið.  Áhugin og virðingin fyrir börnunum er í fyrsta sæti svo og samstarf við foreldra. Gígja hefur fylgt Ástunni eftir í heilt ár og það sem þessi kona er dáð hjá þeirri litlu nær ekki nokkurri átt.  Það sem Gígja segir eru lög hjá þeirri litlu og það þarf ekki að ræða neitt frekar. 

Og svo fer maður að pæla í þessu og þá er þetta hreinlega óþolandi að horfa óteljandi og endalaust á eftir frábæru fagfólki flygja úr umönnunarstéttum í þessu landi okkar.  Hvenær ætla ráðamenn þessarar þjóðar að fara að hysja upp um sig buxurnar og fara að gera eitthvað í launamálum þessara stétta já og svo ekki sé minnst á starfsaðstöðu?  Já maður spyr sig?  Þegar þessir menn eru tilbúnir að hysja upp um sig þá er Frú Skella til í að hjálpa þeim að koma þessum málum á hreint og ef þeir geta ekki hysjað upp um sig þá verða þeir bara að fara að fá hjálp við það því að annars horfum við á eftir en fleirum yfirgefa þessar stéttir og það er eitthvað sem við höfum ekki efni á.

Ég segi bara eins og konan í Svalbarða HVAÐ Á ÞETTA AÐ ÞÝÐA ? 

Prinsinn mættur

Skellan heilsar hress og kát einu krílinu ríkari síðan síðast.  Krílið reyndist vera þessi líka vel lukkaði og fallegi prins tæplega fimmtán merkur og 51 cm.  Fæðingin gekk eins og í góðri lygasögu og svo sem ekki meira um það að segja.  Fæðingadagurinn 14. Maí sami dagur og forsetinn sem er ekki ónýtt og litli prinsinn fæddist inn í belgjunum sem er gæfumerki þannig að allt er eins og best verður á kosið.  Nú er minns þá bara komin á fæingarorlof í heilt ár.  Sá auglýsta stöðuna mína á vefnum hjá Reykjavíkurborg endilega ef þið vitið um einhvern góðan að láta hann vita þar sem þetta er frábær leikskóli með óteljandi og endalausu góðu fólki sem gaman er að vinna með svo ekki sé talað um alla litlu snillingana sem eru bara skemmtilegir.  Skellan kveður að sinni og lætur heyra í sér við tækifæri

Ein góð

Þegar konur eldast

Grein eftir Jón Jónsson

Það er mikilvægt fyrir karlmenn að muna, að eftir því sem konur eldast verður erfiðara fyrir þær að halda sömu gæðum í húsverkunum og þegar þær voru ungar. Þegar þú tekur eftir þessu, reyndu ekki að æpa á hana. Sumar konur eru ofurviðkvæmar, og það er ekkert verra til en ofurviðkvæm kona.

Ég heiti Jón. Ég ætla að segja ykkur hvernig ég tókst á við þetta ástand varðandi konuna mína – hana Siggu. Þegar ég settist í helgan stein fyrir nokkrum árum, þurfti Sigga auðvitað að fá sér heildagsvinnu meðfram hlutastarfinu, bæði til þess að auka tekjur heimilisins og halda sparnaði okkar hjóna gangandi. Fljótlega eftir að hún fór að vinna tók ég þó eftir að aldurinn fór að sjást á henni.

Ég kem venjulega heim úr golfi á sama tíma og hún kemur heim úr vinnunni. Þó hún viti hvað ég er svangur, þá þarf hún næstum alltaf að hvíla sig í hálftíma áður en hún fer að elda matinn. Ég æpi þó ekki á hana. Í staðinn segi ég henni að taka þann tíma sem hún þarf og vekja mig bara þegar maturinn er kominn á borðið. Ég borða venjulega hádegismat í “Heiðursmannagrillinu” í klúbbhúsinu þannig að það er auðvitað ekkert á dagskránni að fara út að borða.

Áður fyrr var Sigga vön að vaska upp um leið og við vorum búin að borða. Nú er hinsvegar ekkert óvenjulegt að það bíði jafnvel í nokkra tíma. Ég geri það sem ég get með því að minna hana á það á nærgætinn hátt að diskarnir þvoi sig ekki sjálfir. Ég veit að hún kann að meta þetta, þar sem það virðist hvetja hana til að klára uppvaskið áður en hún fer að sofa.

Annað einkenni öldrunar er kvörtunaráráttan held ég. Til dæmis heldur hún því fram að það sé erfitt að finna tíma til að greiða reikningana í matartímanum. En strákar, við lofuðum að standa með þeim í blíðu og stríðu, svo ég brosi bara og býð fram hvatningu.  Ég segi henni bara að dreifa þessu á tvo til þrjá daga. Þannig þarf hún ekki að flýta sér eins mikið. Ég minni hana líka á að þótt hún missi af matartímanum af og til sé það allt í lagi (þið vitið hvað ég meina). Mér finnst reyndar nærgætni einn af mínum betri kostum.

Þegar hún vinnur einfaldari verkefni, virðist hún halda að hún þurfi fleiri hvíldarstundir. Hún varð til dæmis að taka pásu þegar hún var einungis hálfnuð með að slá blettinn. Ég reyni að vera ekki með uppistand. Ég er sanngjarn maður. Ég segi henni að útbúa sér stórt glas af nýpressuðum köldum appelsínusafa og setjast í smástund. Og þar sem hún er að gera þetta, bið ég hana að blanda einn fyrir mig í leiðinni.

Ég veit að væntanlega lít ég út eins og dýrlingur vegna þess hvernig ég styð hana Siggu mína. Það er ekkert auðvelt að sýna svona mikla tillitssemi. Mörgum karlmönnum finnst það erfitt. Og mörgum finnst það alveg ómögulegt ! Það veit enginn betur en ég hversu pirrandi konur verða þegar þær eldast.

En strákar, ef þið hafið lært það af þessarri grein að vera nærgætnari og minna gagnrýnir á konurnar ykkar sem eru að eldast – lít ég svo á að þetta hafi verið þess virði að setja á blað.
Við megum ekki gleyma því að við fæddumst á þessa jörð tilhjálpa hver öðrum.

Kveðja,
Jón Jónsson

Athugasemd ritstjóra:
Jón Jónsson lést skyndilega þann 27. maí sl. af blæðingum í endaþarmi. Samkvæmt lögregluskýrslu fannst Calloway extra löng 50 tommu Big Bertha golfkylfa á kafi í rassgatinu á honum, þannig að aðeins stóðu tíu cm af handfanginu út, og við hliðina var sleggja.

Sigríður konan hans var handtekin og ákærð fyrir morðið. Kviðdómurinn sem eingöngu var skipaður konum var 15 mínútur að komast að niðurstöðu sem var þessi:
"Við föllumst á það sem fram kemur í vörn Sigríðar að Jón hafi einhvern veginn, án þess að gera sér grein fyrir því, sest ofan á eigin golfkylfu."



Meðgöngubras

Jæja þá ætti fæðing krílisins að fara að bresta á.  Í fyrramálið klukkan 9 á að meta stöðuna í eitt skipti fyrir öll.  Náði loks í lækninn minn í gær og við fórum yfir stöðuna.  Hún er á því blessunin að setja fæðinguna af stað og lofaði að eftir 4-5 daga yrði krílið komið í heiminn.  Nenni nú ekki að fara út í allt þetta stúss eins og belgrof, gangsetningu, keisaraskurð og svo framvegins enda kemur það allt í ljós í fyrramálið.

Þessi meðganga hefur annars verið skrautleg eins og allir vita sem fylgst hafa með.  Eflaust þykir einhverjum um aumingjaskap að ræða og ef svo er þá verða þessir einhverjir að eiga það við sig og gaman væri að þeir geymdu það bara líka hjá sér.   Byrjunin eins og í bæði hin skiptin snérist nær eingöngu um það val hvort Skellan vildi kasta upp í klósettið, græna vaskafatið nú eða gráu skúringafötuna.  Ófáar ferðir í mæðraeftirlit og í framhaldinu heimsóknir á lansann til að fá næringu því öll næringin sem frú Skella setti ofaní sig endaðieins og áður sagði í fötunni góðu, klósettinu nú eða vaskafatinu græna.  Nálastungur, höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun nú og allskyns lyf höfðu nánast ekkert að segja.

Nú næsta vandamál var blóðþrýstinginn sem er búin að vera í sögulegu hámarki allan tíman nema þegar hann tekur uppá því að vera í sögulegu lámarki.  Endalausar lyfjabreytingar til að reyna að ná tökum á þrýstingnum hafa misjafnan árangur borðið enda Skellulíkaminn flókið fyrirbæri þegar kemur að þrýsting.

Mjaðmirnar hafa verið að pína frú Skellu en upp tóku sig gömul meiðsl sem Skellan varð fyrir þegar hún gekk á tunglið fyrir nokkrum árum.  Við tóku sjúkraþjálfunartímar sem hjálpuðu aðeins og löguðu svo sem ekki neitt.  Þannig að frú Skella hefur þurft að sætta sig við að hafa göngulag Stokkandar í þónokkurn tíma.  Og seinni hluta meðgöngunar getur hún nánast ekkert hreyft sig seinnipart dags sem hefur stundum valdið truflun á heimilishaldi gerðisins háa. 

Þá er það kláðinn sem fór að plaga frú Skellu en bara í lófum og á handaböku, iljum og ristum.  Klægjuköstin urðu til þess að eiginmanninum á bænum var einu sinni svo nóg boðið að hann bað frú Skellu fyrir alla muni að hætta þessu klóri og fara bara í sokka.  Spurning um hvort eiginmaðurinn hafi ekki verið í röngu námi og hafi átt að velja einhverskonar lækningar í staðin fyrir Viðskiptafræði.  En til að gera langa sögu að örsögu þá lagðaist kláðinn ekki við að fara í sokka.  Eftir blóðprufur kom svo í ljós að um Gallstasa var að ræða en þá mælast gallsýrur í blóðinu sem er víst ekki gott.  Frú Skellu var því skellt á tvennskonar lyf og blóðprufur teknar á tveggja vikna fresti til að athuga hvort að gallsýrurnar væru ekki skikkanlega lágar.  Kláðaköstin minnkuðu sem betur fer en skjóta samt en upp kollinum.  Vegna þessa kvilla var frú Skellu líka sagt að hún mætti ekki ganga með allan meðgöngutíman.

Eftir miklar breytingar á heimili Skellunnar um páskana þar sem henni datt í hug að skynsamlegt væri að breyta herbergisskipan í gerðinu háa þurfti frúin aðeins að laga til ofaná einum skáp.   Í bleiku loðnu rúmatalagersinniskónum steig frúin uppá stól og tók til við lagfæringarnar.  En einhvern veginn gekk það ekki betur en svo að þegar hún ætlaði að fara niður af stólnum lenti hún eftir höfuðstökk og tvöfalda skrúfu með rassinn sinn góða ofaná stólbakinu sem varð til þess að rófubeinið brotnaði.  Það er alveg ótrúlegt hvað frúin er búin að líða fyrir þetta rófubeinsbrot síðan og í heilan mánuð var gjörsamlega ómögulegt að sitja hvað þá að standa upp.  Þrátt fyrir bleikan barbie kút og sérhannaða sessu viðurkennir Skellan að hún er en að drepast í rassinum.

Síðustu vikurnar hefur frú Skella verið í fullu starfi í mæðraskoðunum og blóðprufum sem hafa verið 3-4 sinnum í viku og þar hefur hún fengið að hitta marga og misjafna heilbrigðisstarfsmenn sem hafa jú flestir staðið sig með sóma.

Þessi pistill lýsir í stórum dráttum brasi frú Skellu á þessari meðgöngu.  Skellan heldur þó að sumum finnist það kannski ótrúlegt að eftir þetta kríli láti hún barneignum lokið.

Skellan kveður að sinni og lætur heyra í sér með skemmtilegar fréttir fljótlega en þangað til skuluð þið hafa það gott.


Víða samdráttur þessa dagana

Það er sko ekki bara samdráttur í fjarmálalífinu svo mikið er víst.  Var með svo mikla samdrætti í gær að ég hélt á tímabili að það væri komið að fæðingu en eftir um tvo tíma duttu þeir niður og hafa ekki látið á sér kræla síðan. 

Allt fer þetta nú eða réttara sagt á þetta að fara að styttast þar sem meðgangan er að smella í þrjátíu og átta vikurnar og þá þarf að fara að gera eitthvað útaf Gallstasanum.  Skellan verður að viðurkenna að vera orðin frekar þreytt á öllu þessu læknastússi sem er búið að vera þrisvar til fjórum sinnum í viku undanfarnar vikur og hittir einhvernvegin aldrei á sama fólkið.  Frekar þreytandi þetta kerfi allt saman og skrýtið að þetta sé rekið svona þar sem það er sko ekki að virka.  Æi nenni nú samt ekki að fara nánar útí þetta enda örugglega skriljón nefndir að störfum sem eru að skoða þetta allt saman á blússandi launum með viðeigandi fríðindum.

Annars er allt að verða tilbúið í gerðinu háa fyrir komu nýja barnsins.  Það er nú ekki eins og Skellan sé neitt svakalega að standa sig enda rófubeinsbrotnar endur ekki til mikilla verka.  Þær vagga bara um og kalla á Guð og ömmu sína í hvert sinn sem þær þurfa að setjast niður já eða standa upp.  Þá er ekki slæmt að eiga mömmu eins og frú Skella á.  Til að lýsa henni væri orðið velvirk hin mesta móðgun.  Skellan notar hér tækifærið en og aftur og þakkar fyrir sig og sína og vonar að hún nái einhverntíman að borga fyrir sig.  Skellan kveður að sinni en biður ykkur endilega að commenta og giska á hvort krílið verði strákur nú eða stelpa.Lifið heil og verið fyrir alla muni kát.

Eitt sitjandi barn

Skellan heilsar í sól og blíðu í borg óttans ekki kannski í fantaformi en í formi þó.  Ykkur að segja þá hefur bara allt gengið þokkalega vel undanfarið í meðgöngubrasinu nema að rófan er en að stríða.  Varð frekar sár(fór samt ekki að gráta) þegar ég las um það á netinu að rófubeinið þjónaði engum tilgangi í mannslíkamanum.  Merkilegt hvað þetta tilgangslausa bein getur böggað mann mikið.  Nú eru líðnar tvær vikur síðan að ég meiddi mig og ég er en að drepast í þessum fjanda. 

Keyri á Selfoss á laugardaginn ,þó að ég vissi að það væri kannski ekki besta hugmynd í heimi, sem var til þess að gærdagurinn var ónýtur og minns gat ekkert setið.  Það er annars merkilegt hvað maður situr mikið á hverjum degi maður eiginlega fattar það ekki fyrr en maður getur það ekki. 

En að öðru sónarinn gekk bara vel á föstudaginn.  Krílið er 14% yfir meðalstærð og er orðið 10 merkur.  Það er en sitjandi sem skýrir spörkin niður í grindina.  Verð að viðurkenna að ég var alveg að fara að spyrja hvort kynið þetta væri en náði að stjórna mér.  En váááá hvað ég var forvitin. 

Nú svo mældist mín með næganlegt mótefni við fimmtu veikinni þannig að ég tek að mér að annast þá sem verða svo óheppnir að fá hana.

Hef soldið verið spurð að þvi að undanförnu hvort að ég sé viss um að ég gangi bara með eitt barn.  Kannski ekki spurning sem maður er spenntur fyrir að heyra en samt ekkert endilega verri en margar smekklausar athugasemdir sem hafa komið úr ákveðinni átt síðustu 16 árin.  Ætla því að fullvissa þá sem lesa þetta blogg að ég hef það staðfest að barnið er eitt.  Einnig er það á hreinu eins spákonan sagði um árið að annaðhvort er um að ræða litla stelpu eða lítin strák hversu gáfulegt sem það nú er.

Skellan kveður að sinni og biður ykkur að passa á ykkur rófuna því að þó hún sé óþörf þá getur hún verið til töluverðra vandræða.


Gleði gleði gleði

Góða kvöldið það er Skellan sjálf sem heilsar úr gerðinu háa búin að koma barbie-kútnum svona líka vel fyrir í Lazy-boy stólnum og situr í herlegheitunum.  Fór og hitti fæðingalækni í dag sem hafði svona hitt og þetta að segja með ástandið á frú Skellu.  Í fyrsta lagi þarf aðeins að bæta við blóðþrýstingslyfin þar sem þrýstingurinn er ekki alveg nógu góður.  Í öðru lagi þarf að bæta við jarnskammtinn þar sem mín er víst en alltof lág í járni. 

Nú svo er það skoðanirnar fram að lokum meðgöngunnar þá verða þær 3x í viku.  Tvisvar upp á Landspítala í monitor og blóðþrýstingsmælingum og hlandskoðunum og svo einu sinni í viku á Heilsugæslunni. 

Vegna gallstasans þá má mín víst ekki ganga með lengur en 38 vikur þannig að 9.mai á að hreyfa við krílinu og ef það ber ekki árangur verður mín gangsett eða skorin fer eftir því hvort mín verður búin að jafna sig í rófubeininu.

Á föstudaginn fer mín svo í sónar  þannig að það er nóg að gera. 

Á mánudaginn greindist svo Ásta mín með Fimmtu veikina sem er veirusýking sem er víst ekki gott að ófrískar konur fái.  Í dag var því tékkað á einhverju í blóðinu hjá mér og athugað hvort að ég væri búin að fá þennan fjanda.  Fæ að vita á morgun útkomuna úr því og þá líka hvort ég þurfi í framhaldinu að fara í einhverjar fleiri blóðprufur.  Mér skilst að ef ég kem illa útúr þessum prufum ,sem eru víst ekki miklar likur á, þá þurfi að bregðast við með einhverri lyfjagjöf en þetta á ekki að geta skaðað barnið ef brugðist er við.  Ef hinsvegar getur þetta verið hættulegt fyrir konur sem komnar styttra á leið (10-20vikur) og getur þá endað með fósturláti.

Í dag mældist svo líka smá  eggjahvita í þvaginu sem þarf að fylgjast með þar sem það getur verið byrjun á meðgöngueitrun ásamt hækkuðum þrýstingi.   

Þetta meðgöngubras ætlar semsagt engan endi að taka en það er ekkert annað að gera en að taka þessu öllu saman með bros á vör því annars verður maður vitlaus.  Það er samt ekki laust við að þrjár skoðanir í viku veiti manni smá öryggi í þessu öllu saman.

Segjum þetta fínt í bili Skellan kveður að sinni

í fréttum er þetta helst

Gleðilegan 1.apríl kæru vinir vonandi hafið þið náð að plata einhvern uppúr skónum en vonandi ekki eins illa og Ingunni vinkona mín gerði forðum daga.  Er en ansi ferskt í minningunni þegar Veiga hljóp heim úr vinnunni þegar kvikindið dóttir hennar hafði hringt grenjandi og sagðist vera búin að kveikja í Stekkholti 30.  Er viss um að Veiga er en að jafna sig á þessum ósköpum.  En annars hef ég ekkert verið að plata í dag enda annáluð fyrir að vera sannsögul í meira lagi.

Nýjustu fréttir af meðgöngubrasi Skellunar er að mín náði að rófubeinsbrjóta  sig um síðustu helgi. Þurfti aðeins að laga uppstillinguna uppá einum fataskáp heimilisins sem endaði með því að Frú skella hrundi niður og lenti á stólnum sem hún stóð á.  Já geri aðrir betur.Það er semsagt ansi erfið staða á minni núna þar sem að það að sitja er bara vont og það að snúa sér á nóttinni er bara bara mjög vont.  Kannski ekki kjörstaða þegar komið er svona nálægt fæðingu en það hlýtur að reddast.  Skellan situr bara á þessum líka fína bleika barbie sundkút sem hjálpar aðeins til. 

Í sambandi við gallsýrurnar í blóðinu fór Frú Skella með sinn líka auma rass í blóðprufu í morgun og beið í rúmlega klukkutíma eftir að fá tekið úr sér blóð.  Ekki beint skemmtilegt svona þegar maður getur ekki setið (hefði kannski átt að mæta með helv... kútinn).  Fór svo til læknis og fékk einhver lyf sem eiga að halda þessum gallsýrum niðri.  Vonandi verður það bara í lagi.  Á svo að hitta fæðingalækni 8.april sem fara á en og aftur yfir stöðu mála.   Hef á tilfinningunni að ég verði færð uppá spítala í mæðraeftirlit en það er ekkert verra.

Ein góð frænka mín sagði mér um daginn að ég væri óheppnasta ólétta kona sem hún hefur þekkir sem er áræðinlega bara nokkuð rétt hjá henni.  Kannski vinn ég bara tiltilinn „óheppnasta ólétta konan“ fyrst að ég vann ekki titilinn um getnaðarlegasta göngulag starfsmanna Reykjavikurborgar þarna um daginn.

 Ætla að segja þetta fint hafiði það best í heimi


Meðgöngubras Skellunnar

Það nýjasta í meðgöngubrasi Skellunnar er að nú greindust gallsýrur í blóði sem er allt annað en gott.  Var með svo mikin kláða á iljum og lófum og var þá sett í einhver test og niðurstaðan úr þeim var semsagt þessi.  Á að fara í aðra blóðprufu á þriðjudaginn og svo til læknis þann sama dag þar sem á að skoða þetta allt saman.  Þetta er víst einhver lifrasjúkdómur sem konur geta fengið á meðgöngu en lagast um leið og barnið er fætt.  Mér skilst að konur séu yfirleitt látnar fæða á 37. Viku meðgöngu því lengri meðganga getur verið hættulegt fyrir barnið.  Ekki skemmtilegar fréttir en svo sem ekkert hægt að gera nema bíða og sjá fram á þriðjudag.  Mér skilst að maður þurfi mikið eftirlit og fari í blóðprufur 2x í viku til að fylgjast með þessu ógeði.  Var að reikna út að ef meðgangan verður bara 37. Vikur þá ætti krílið að koma í heiminn 3.mai eða mitt á milli afmælisdaga hinna barnanna á bænum.  Ágætt að ljúka þessu afmælisstússi svona af á einni viku í framtíðinni já skipulag Skellunnar klikkar ekki frekar en fyrri daginn.  Skellan verður samt að viðurkenna að hún ætlaði sér ekki að eiga þriðja barnið í nautsmerkinu enda nóg að búa með þremur þrjóskupúkum eins og staðan er í dag en miða við stöðuna í dag virðist ekkert annað vera í stöðunni þannig að þrjóskupúkarnir verða því líklega fjórir.  Bið að heilsa í bili sendi knús á línuna

Næsta síða »

Um bloggið

skellan

Höfundur

Hanna Fríða
Hanna Fríða
Frú Skella er 36 ára gift þriggja barna móðir í borg óttans.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband