8.1.2008 | 23:13
Gleðilegt árið kæru vinir
Góða kvöldið kæru vinir og gleðilegt ár. Ég er ekki í nokkrum vafa um að árið sem fer í hönd verður það viðburðaríkasta og skemmtilegasta til þessa, ekki spurning.
Lífið er yndislegt söng Hreimur á þjóðhátíð í denn og þannig voru jólin hjá Háagerðisfjölsyldunni. Mikið borðað og ýmislegt gert sér til dundurs. Frú Skella fékk þennan fína nuddhægindastól í jólagjöf sem gerir stormandi lukku.
Nú eins og önnur jól Skall en eitt árið þá gömlu sem lítið finnur fyrir því enda ekki degi eldri en 23 eftir tilkomu hægindastólsins.
Ármótin voru haldin í Stekkholtinu góða í fínum félagsskap og flugeldasprengingarnar voru með rúmlega langmesta móti þetta árið enda sprengiglaðir nágrannar í fanta formi. Frábært að vinir manns eru aftur fluttir í hverfið sem gerir stemminguna svona líka kósý svo ekki sé meira sagt.
Árið virðist ætla vel af stað og Frú Skella bara orðin nokkuð brött hefur meira að segja verið að vinna aðeins en á morgun kemur í ljós hvort að fáist grænt ljós á vinnuna. Frú Skella krossar fingur enda í einstaklega skemmtilegu starfi með skemmtilegu fólki sem hún saknar reiðinar býsn.
Í dag var svo kíkt á krílið í sónar og allt í þessu fína allt á sínum stað og krílið veifaði foreldrum sínum á mjög svo krútlegan hátt. Fengum að vita að krílið kæmi annaðhvort til með að verða stelpa eða strákur sem er auðvitað er bara frábært. Og lendingadagur 24.maí 2008.
Skellan kveður að sinni og lætur heyra í sér fljótlega Knús á línuna og munið að vera góð hvort við annað
Um bloggið
skellan
Nýjustu færslur
- 30.7.2008 Hér er ég
- 5.6.2008 Sorgardagur í gerðinu Háa
- 17.5.2008 Prinsinn mættur
- 12.5.2008 Ein góð
- 8.5.2008 Meðgöngubras
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjúúúúúúkkkkkkkkkkkkk að það verður anað hvort stelpa eða strákur, þá kippir því nú í kynið.....hehehhe
Gangi þér vel
kv Anna
P.s hvað með matarboðið?
Anna (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.