11.1.2008 | 19:38
Gleði Gleði Gleði
Góða kvöldið Skellan heilsar einstaklega glöð í bragði enda allt í lukkunar vel standi þessa daganna. Skellan er loksins farin að vinna sem er bara frábært því eins og ég hef alltaf sagt ykkur þá er Skellan einstaklega heppinn með vinnufélaga. Læknisvottorðið var að vísu ansi skrautlegt þar sem að í því stóð að Skellan mætti fara að vinna hægt og rólega uppí 50% og ef það gengi vel mætti hún fara uppí 75% vinnu en vottorðið verður endurskoðað 1.feb.
Hægt og rólega uppí 50% er ekki alveg að henta Skellunni þannig að hún hefur farið heim eftir fjóra tíma en með fulla tösku af verkefnum sem hún leysir heima (en passar sig samt að vinna fara 50% á leikskólanum eins og henni var sagt hehe). En ekki getur Skellan að því gert hvað hún hefur mikið á sinni könnu eftir tæplega þriggja mánaða veikindi.
Nú svo er búið að minnka aðeins blóðþrýstingslyfjaskammtinn þar sem Skellan var alltaf hálf meðvitundarlaus úr þreytu og sleni þegar hún tók lyfjaskammtinn um miðjan daginn. Þegar betur var að gáð þá var blóðþrýstingurinn aðeins 85-50 á þessum tíma sem þótti fullmikið af því góða. Eins og þið sjáið þá er semsagt allt á uppleið (nema blóðþrýstingurinn) og Skellunni líður margfalt betur þegar hún kemst svona út á meðal fólks var satt að segja að verða rúmlega leið á inniveru og sjálfri sér.Knús þar til næstUm bloggið
skellan
Nýjustu færslur
- 30.7.2008 Hér er ég
- 5.6.2008 Sorgardagur í gerðinu Háa
- 17.5.2008 Prinsinn mættur
- 12.5.2008 Ein góð
- 8.5.2008 Meðgöngubras
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
frábært elskan athugaðu bara að það sem er unnið heima telst líka vinna.
afmæli á Skólavöllunum næsta laugardag kl 3 Kemmstu?
Inga
inga heida (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 10:34
Hæ, hæ!
Gott að heyra hve vel gengur. Gangi þér allt í haginn og skilaðu kveðju til allra...
Kveðja, Ingunn
Ingunn (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.