Er upprúllaður magi það sem koma skal hjá Skellunni?

Skellan heilsar bara þónokkuð hress í bragði enda í ágætisformi þessa daganna.  Verð samt að viðurkenna að göngulagið er allt annað en getnaðarlegt síðla dags en hvaða máli skiptir það svo sem. 

Fékk að vita um daginn að þó að ég væri þykk þá mætti ég nú eiga það að ég væri ekki með magan hangandi niður á læri.  Ekki ónýtt að fá svona upplýsingar og einmitt eitthvað sem manni langar að ræða komin sex mánuði á leið.  En þannig er þetta nú bara sumir kunna sig minna en aðrir í mannlegum samskiptum.  Ætla svosem ekki að velta mér uppúr þessu í bili en krossa bara fingur um að magaskrattinn minn þykki fari ekki að taka uppá þvi að hanga niður á læri í framtíðinni.  En ef úr því verður þá rúlla ég honum bara upp og girði hann ofaní buxur og málið er útrætt. 

Held samt að þetta hafi átt að vera hrós til mín (ætla að trúa því í bili) og ég mun því leggja mig fram við að kenna þessari einstöku manneskju aðrar leiðir til að hrósa í framtíðinni, en er samt alls ekki viss um að það takist.  Læt staðarnumið í bili enda ekki seinna vænna en að fara að rúlla upp undirhökunni fyrir svefnin knús þar til næst Skellan

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi svona hrós eru svo hugguleg, sérstaklega þegar fólk sér ekki sig sjálft.

En bið að heilsa Eika fjalar :-)

Eygló Dögg (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

skellan

Höfundur

Hanna Fríða
Hanna Fríða
Frú Skella er 36 ára gift þriggja barna móðir í borg óttans.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband