Gleði gleði gleði

Góða kvöldið það er Skellan sjálf sem heilsar úr gerðinu háa búin að koma barbie-kútnum svona líka vel fyrir í Lazy-boy stólnum og situr í herlegheitunum.  Fór og hitti fæðingalækni í dag sem hafði svona hitt og þetta að segja með ástandið á frú Skellu.  Í fyrsta lagi þarf aðeins að bæta við blóðþrýstingslyfin þar sem þrýstingurinn er ekki alveg nógu góður.  Í öðru lagi þarf að bæta við jarnskammtinn þar sem mín er víst en alltof lág í járni. 

Nú svo er það skoðanirnar fram að lokum meðgöngunnar þá verða þær 3x í viku.  Tvisvar upp á Landspítala í monitor og blóðþrýstingsmælingum og hlandskoðunum og svo einu sinni í viku á Heilsugæslunni. 

Vegna gallstasans þá má mín víst ekki ganga með lengur en 38 vikur þannig að 9.mai á að hreyfa við krílinu og ef það ber ekki árangur verður mín gangsett eða skorin fer eftir því hvort mín verður búin að jafna sig í rófubeininu.

Á föstudaginn fer mín svo í sónar  þannig að það er nóg að gera. 

Á mánudaginn greindist svo Ásta mín með Fimmtu veikina sem er veirusýking sem er víst ekki gott að ófrískar konur fái.  Í dag var því tékkað á einhverju í blóðinu hjá mér og athugað hvort að ég væri búin að fá þennan fjanda.  Fæ að vita á morgun útkomuna úr því og þá líka hvort ég þurfi í framhaldinu að fara í einhverjar fleiri blóðprufur.  Mér skilst að ef ég kem illa útúr þessum prufum ,sem eru víst ekki miklar likur á, þá þurfi að bregðast við með einhverri lyfjagjöf en þetta á ekki að geta skaðað barnið ef brugðist er við.  Ef hinsvegar getur þetta verið hættulegt fyrir konur sem komnar styttra á leið (10-20vikur) og getur þá endað með fósturláti.

Í dag mældist svo líka smá  eggjahvita í þvaginu sem þarf að fylgjast með þar sem það getur verið byrjun á meðgöngueitrun ásamt hækkuðum þrýstingi.   

Þetta meðgöngubras ætlar semsagt engan endi að taka en það er ekkert annað að gera en að taka þessu öllu saman með bros á vör því annars verður maður vitlaus.  Það er samt ekki laust við að þrjár skoðanir í viku veiti manni smá öryggi í þessu öllu saman.

Segjum þetta fínt í bili Skellan kveður að sinni

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

skellan

Höfundur

Hanna Fríða
Hanna Fríða
Frú Skella er 36 ára gift þriggja barna móðir í borg óttans.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband