Víða samdráttur þessa dagana

Það er sko ekki bara samdráttur í fjarmálalífinu svo mikið er víst.  Var með svo mikla samdrætti í gær að ég hélt á tímabili að það væri komið að fæðingu en eftir um tvo tíma duttu þeir niður og hafa ekki látið á sér kræla síðan. 

Allt fer þetta nú eða réttara sagt á þetta að fara að styttast þar sem meðgangan er að smella í þrjátíu og átta vikurnar og þá þarf að fara að gera eitthvað útaf Gallstasanum.  Skellan verður að viðurkenna að vera orðin frekar þreytt á öllu þessu læknastússi sem er búið að vera þrisvar til fjórum sinnum í viku undanfarnar vikur og hittir einhvernvegin aldrei á sama fólkið.  Frekar þreytandi þetta kerfi allt saman og skrýtið að þetta sé rekið svona þar sem það er sko ekki að virka.  Æi nenni nú samt ekki að fara nánar útí þetta enda örugglega skriljón nefndir að störfum sem eru að skoða þetta allt saman á blússandi launum með viðeigandi fríðindum.

Annars er allt að verða tilbúið í gerðinu háa fyrir komu nýja barnsins.  Það er nú ekki eins og Skellan sé neitt svakalega að standa sig enda rófubeinsbrotnar endur ekki til mikilla verka.  Þær vagga bara um og kalla á Guð og ömmu sína í hvert sinn sem þær þurfa að setjast niður já eða standa upp.  Þá er ekki slæmt að eiga mömmu eins og frú Skella á.  Til að lýsa henni væri orðið velvirk hin mesta móðgun.  Skellan notar hér tækifærið en og aftur og þakkar fyrir sig og sína og vonar að hún nái einhverntíman að borga fyrir sig.  Skellan kveður að sinni en biður ykkur endilega að commenta og giska á hvort krílið verði strákur nú eða stelpa.Lifið heil og verið fyrir alla muni kát.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er orðin svo spennt að fylgjast með :)  Úff, er nú ekki neitt alltof góð í að giska.  En skal bara giska á að það verði.....stelpa :)  Kommenta svo bara aftur og giska á strák og þá er ég safe :)

Rakel Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 23:28

2 identicon

.....giska á strák hahahahahaha

Rakel Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Inga Dóra

ég giska á strák

Inga Dóra, 7.5.2008 kl. 00:39

4 identicon

Vá hvað ég er fegin elsku Rakel að þú skulir halda að það sé annaðhvort stelpa eða strákur það er einmitt það sama og ég giska á.

Knús á þig verðum að fara að hittast það er ekki hægt að við hittumst bara á sorgarstundum.

Kveðja Hanna

Hanna (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 01:08

5 identicon

Sælar mæðgur!

 Jahá....eins og sést held ég að bumbubúinn sé stelpa...................en skiptir eins og þú veist alls, alls allsengu máli.

Með kveðju og von um gott gengi í bransanum

Anna

Anna (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 14:55

6 identicon

Þetta er pottþétt strákur :-)  Reyndar hef ég aldrei rétt fyrir mér í þessum málum...

Kveðja, Dóra stóra

Dóra Ingimarsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 15:15

7 identicon

Já, verðum algerlega að fara að hittast á einhverri gleðistund Hanna mín Fyrr en seinna.  EN annars hef ég samt sterkari tilfinningu fyrir því að þetta sé strákur...en eins og Dóra þá hef ég yfirleitt ekki rétt fyrir mér en við skulum sjá.

Rakel Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 21:08

8 identicon

'Eg segi stelpa hjá þér og strákur hjá Betu.

Hafðu það gott.

Kv. Ingunn

Ingunn (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

skellan

Höfundur

Hanna Fríða
Hanna Fríða
Frú Skella er 36 ára gift þriggja barna móðir í borg óttans.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband