Prinsinn mættur

Skellan heilsar hress og kát einu krílinu ríkari síðan síðast.  Krílið reyndist vera þessi líka vel lukkaði og fallegi prins tæplega fimmtán merkur og 51 cm.  Fæðingin gekk eins og í góðri lygasögu og svo sem ekki meira um það að segja.  Fæðingadagurinn 14. Maí sami dagur og forsetinn sem er ekki ónýtt og litli prinsinn fæddist inn í belgjunum sem er gæfumerki þannig að allt er eins og best verður á kosið.  Nú er minns þá bara komin á fæingarorlof í heilt ár.  Sá auglýsta stöðuna mína á vefnum hjá Reykjavíkurborg endilega ef þið vitið um einhvern góðan að láta hann vita þar sem þetta er frábær leikskóli með óteljandi og endalausu góðu fólki sem gaman er að vinna með svo ekki sé talað um alla litlu snillingana sem eru bara skemmtilegir.  Skellan kveður að sinni og lætur heyra í sér við tækifæri

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Dóra

til hamingju með gullið

Inga Dóra, 17.5.2008 kl. 21:24

2 identicon

elskan mín til hamingju með hann. vona að 0llum heilsist vel. kiki í næstu rvk ferð.

inga

inga (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 21:49

3 Smámynd: Tinnhildur

Innilega til hamingju með litla snúðinn!

Tinnhildur, 18.5.2008 kl. 18:52

4 Smámynd: Lilja Björnsdóttir

Til hamingju með drenginn frænkugull!

Lilja Björnsdóttir, 19.5.2008 kl. 00:17

5 identicon

Innilega til hamingju með prinsinn.... þá áttu bara seinni hálfleikinn eftir.... djók!!

Steinunn Rósa í Skagafirðinum (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:44

6 identicon

Ónei mín kæra Steinunn Rósa ég hef ákveðið að spila bara fyrri hálfleikinn og málið er dautt

Hanna Fríða (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 16:08

7 identicon

Innilega til hamingju með prinsinn elsku Hanna mín, vona að öllum heilsist vel :)  Verðum svo að fara að hittast :)  Hafið það sem best og knúsaðu nýjasta meðliminn frá mér :)

 En þar sem þetta var strákur þá býst ég við að nafnið Rakel sé útúr myndinni:) 

Rakel Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 16:24

8 identicon

Elsku besta vinkona!

Víðigrundarfólkið sendir sínar allra allra bestu hamingjuóskir til hans hátignar og prinsafjölskyldunnar.  Hlökkum til að hitta ykkur við gott tækifæri.  Knús og kossar

       Herdís og hennar menn. 

Herdís (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 13:29

9 identicon

Innilegar  hamingjuóskir Hanna mín og aðrir fjölskyldumeðlimir, vona að öllum heilsist vel. Held ég fái samt ekki uppskriftina af þessari meðgöngu þegar ég fer að drita niður öllum börnunum sem ég á eftir að eiga.

Kveðja Gulla

Gulla (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

skellan

Höfundur

Hanna Fríða
Hanna Fríða
Frú Skella er 36 ára gift þriggja barna móðir í borg óttans.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband